Tix.is

Um viðburðinn

Damjan Kozole
SLO 2016 / 85 min

Umdeildur lögfræðingur finnst liggjandi á gangstéttinni við fjölfarna götu í Ljubljana. Hann er rétt svo með meðvitund, liggur í blóðpolli og er þakinn bitförum eftir hunda. Við fylgjum svo með ringlaðri eiginkonu hans eftir í gegnum nóttina, þar sem hún þvælist á milli spítala og lögreglustöðva um miðja nótt, lengst af án þess að fá nein svör. En þegar á líður fer hún að reyna að koma í veg fyrir að fjölmiðlar komist að öllum smáatriðum málsins daginn eftir.

Sýningar:
25. febrúar, kl 18:15/Q&A
26. febrúar, kl 19:15/Q&A
3. mars, kl 22:30

Stockfish Film Festival