Tix.is

Um viðburðinn

Vallo Toomla
EST 2016 / 102 min

Þegar brestir koma í ástarsamband Önnu og Juhan bíðst þeim að fá sumarhús ríkra vina sinna lánað fyrir stutt frí. Þegar þangað er komið brestur á óveður og þau leyfa öðru pari að gista á meðan veðrinu slotar. Hitt parið ályktar að Anna og Juhan eigi þetta ríkmannlega hús og þau gera ekkert til að leiðrétta misskilninginn. Þvert á móti gangast þau upp í sínum nýju hlutverkum og fara að láta eigin beiskju bitna á þessu ókunnuga pari í þessu sálræna drama um sannleika og blekkingarnar í ástarsamböndum.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian, en þetta er fyrsta eistneska myndin sem sýnd er í keppni þar.

Sýningar:
25. febrúar, kl 20:00
27. febrúar, kl 20:15
3. mars, kl 22:15

Stockfish Film Festival