Tix.is

Um viðburðinn

Josh Fox
USA 2010 / 107 min

Leikstjórinn Josh Fox fékk bréf í maí árið 2008 þar sem gasfyrirtæki gerði honum 100 þúsund dollara tilboð um leigu á landi fjölskyldu hans í Milanville í Pensylvaníu. Þegar hann fer að skoða málið betur kemur í ljós að fjöldi manns hafði fengið svipað tilboð – en aðferðirnar sem fyrirtækin nota til að bora eftir gasinu eru mjög hættulegar og heilsuspillandi. Íbúar nálægt borholunum kvörtuðu yfir krónískum heilsuvandamálum, sem iðullega voru beintengd mengun í lofti eða vatnsmengun á svæðinu. Fox ræðir við vísindamenn, stjórnmálamenn og ráðamenn í gasiðnaðinum og endar á göngum þingsins.

Myndin var tilnefnd sem besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2011.

Sýning:
26. febrúar, kl 14:45

Stockfish Film Festival