Tix.is

Um viðburðinn

Kirsten Johnson
USA 2016 / 102 min

Kirsten Johnson hefur verið með kameruna á lofti í aldarfjórðungslöngu flakki sínu um heiminn. Hér lyftir hún hulunni af hlutverki sínu sem myndatökukona og úr verður myndræn ævisaga og vitnisburður um mátt hins myndræna. Við sjáum box í Brooklyn, líf í stríðshrjáðri Bosníu, daglegt líf nígerískrar ljósmóður og náið fjölskyldulíf – allt ofið saman í vef sem sýnir sambandið á milli ljósmyndara og þeirra sem eru myndaðir.

Myndin vann dómnefndarverðlaun á heimildamyndahátíðinni í Sheffield og var valinn næstbesta heimildamynd ársins af gagnrýnendum Indiewire.

Sýningar:
25. febrúar, kl 22:20
5. mars, kl 18:00

Stockfish Film Festival