Tix.is

Um viðburðinn

Ken Loach
UK 2016 / 100 min

Daniel Blake er 59 ára gamall smiður sem er nýbúinn að fá hjartaáfall. Læknirinn hans segir honum að hann megi ekki vinna – en eftir að hafa svarað fáránlegum spurningum skrifstofustarfsmanns segir kerfið hins vegar að hann sé vinnufær. Í kjölfarið tekur við löng og erfið barátta við ómanneskjulegt kafkaískt kerfi – en í gegnum það kynnist hann ungri tveggja barna einstæðri móður í jafnvel ennþá þrengri stöðu og tekst að gera sitthvað til að hjálpa henni. Þetta er mynd um hvunndagshetjur sem standa saman þegar hið opinbera bregst þeim.

Myndin hefur hlotið fjölda verðlauna, Gullpálmann á Cannes og BAFTA verðlaun fyrir bestu bresku mynd ársins þar á meðal. Myndin var í 6. sæti í árlegu kjöri breska kvikmyndaritisins Sight & Sound, þar sem gagnrýnendur hvaðanæfa úr heiminum kjósa.

Sýningar:
23. febrúar, kl 22:00
2. mars, kl 18:00/Q&A
3. mars, kl 18:00/Q&A

Stockfish Film Festival