Tix.is

Um viðburðinn

Andrey Konchalovskiy
RUS 2016 / 130 min

Þrjár manneskjur frá jafnmörgum löndum rugla saman reitum sínum í seinni heimstyrjöldinni í þessari mynd. Olga er rússneskur innflytjandi af aðalsættum og meðlimur í frönsku andspyrnunni, Jules er franskur en starfar með hernámsliðinu og Helmut er hátt settur í SS-sveitunum. Þegar Olga er handtekin fyrir að fela gyðingabörn upphefst óvenjulegur ástarþríhyrningur þessara þriggja einstaklinga, sem eru sitt hvorum megin víglínunnar í hildarleiknum.

Myndin var ein þeirra níu sem komst í lokaúrtakið fyrir bestu erlendu mynd á komandi Óskarsverðlaunahátíð. Konchalovskiy var valinn besti leikstjórinn í Feneyjum fyrir myndina.

Sýningar:
25. febrúar, kl 20:30
27. febrúar, kl 23:00

Stockfish Film Festival