Tix.is

Um viðburðinn

Keith Maitland
USA 2016 / 96 min

Aðalbygging háskólans í Texas er í miðbæ Austin. Þetta er stór turn, mikilvægt kennileiti í borginni. Úr turninum er gott útsýni yfir háskólasvæðið – og þar kom 25 ára byssumaður sér fyrir þann 1. ágúst 1966  með riffla og afsagaðar haglabyssur og lét skotunum rigna yfir kampusinn. Hann myrti alls 17 manns og særði 31 áður en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Við tökum oftast bara eftir fyrri tölunni – en heimildamyndin Turninn er um seinni töluna. Þá sem lifðu af.

Myndin er teiknuð með rótóskóp-tækni (þar sem teiknað er ofan í útlínur leikara) upp úr viðtölum við eftirlifendur. Myndin stendur yfir jafn lengi og skotárásin sjálf, sem stóð yfir í rúman einn og hálfan klukkutíma áður en menn yfirbuguðu skotmanninn – og allan þann tíma þá var stór hluti miðbæðjarins dauðagildra.

Myndin var frumsýnd á South by Southwest kvikmyndahátíðinnni (SXSW) og fékk þrjú verðlaun þar, þar á meðal fyrir bestu heimildamynd.

Sýningar:
26. febrúar, kl 13:00
1. mars, kl 20:00
4. mars, kl 22:15

Stockfish Film Festival