Tix.is

Um viðburðinn

Christi Puiu
ROM 2016 / 173 min

Í janúar árið 2015 var heimurinn enn að syrgja fórnarlömb hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofur franska blaðsins Charlie Hebdo – en taugaskurðlæknirinn Lary er enn að syrgja föður sinn, sem dó 40 dögum fyrr. Hann er að fara að eyða laugardeginum á minningarathöfn fyrir fjölskylduna – en sú athöfn fer úr böndunum og Lary þarf að horfast í augu við fortíðina og endurskoða stöðu sína innan fjölskyldunnar – sem verður til þess að hann segir loksins sína útgáfu af sannleikanum.

Myndin var frumsýnd í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes og var framlag Rúmeníu til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún var í 11-12 sæti í árlegu kjöri breska kvikmyndaritisins Sight & Sound, þar sem gagnrýnendur hvaðanæfa úr heiminum kjósa.

Sýningar:
24. febrúar, kl 22:15
25. febrúar, kl 22:45
5. mars, kl 22:20

Stockfish Film Festival