Tix.is

Um viðburðinn

Mahmoud Sabbagh
Saudi Arabia 2016 / 88 min

Í þessari sádí-arabísku ástarsögu hittir piltur úr millistétt stelpu úr ríkri fjölskyldu. Hann er starfsmaður hins opinbera og kemur úr fátækri fjölskyldu, hún er ættleidd dóttir ríkra hjóna og þeirra eini erfingi. Hann er áhugaleikari og er að æfa fyrir sýningu á Hamlet, hún er vídeóbloggari og Instagram-stjarna og vídeóblogg hennar um kvenréttindi hafa aflað hennar milljónum fylgjenda. Þau hittast fyrir tilviljun – en það reynist snúið að hittast aftur í landi þar sem stefnumót af öllu tagi eru litin hornauga.

Myndin var heimsfrumsýnd á Berlinale í fyrra, þar sem hún vann verðlaun í Forum-flokknum. Myndin var framlag Sádi-Arabíu sem besta erlenda mynd á Óskarnum.

Sýningar:
23. febrúar, kl 22:00
26. febrúar, kl 17:30
4. mars, kl 18:00

Stockfish Film Festival