Tix.is

Um viðburðinn

Amanda Kernell
SWE 2016 / 110 min

Elle Marja er fjórtán ára Samastelpa sem ræktar hreindýr á fjórða áratug síðustu aldar. En hún upplifir kynþáttafordóma í skólanum og þarf þar meðal annars að gangast undir kynþáttalíffræðipróf. Þetta fær hana til að dreyma um annað og betra líf, en til þess að þetta líf geti orðið að raunveruleika þarf hún að hætta að vera hún sjálf og skera á öll tengsl við fjölskyldu sína og menningu Sama.

Myndin hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, fyrir bestu frumraun í flokknum Venice Days og Label Europa Cinemas verðlaunin.

Sýningar:
25. febrúar, kl 18:30
4. mars, kl 18:00

Stockfish Film Festival