Tix.is

Um viðburðinn

Måns Månsson
SWE 2016 / 80 min

11811 er niðurlægður reglulega af yfirboðurum sínum, starfið er varla við hæfi manneskju og yfirmaður hans er ljóshærður maður með mikla kjálka og ískalt augnaráð. En þetta er samt ekki eitthvað helfarardrama, Yarden er þvert á móti risastór bílagarður við höfnina í Malmö, þar sem splunkunýjir bílar eru fermdir á milli skipa. Maðurinn sem kallast 11811 er eini innfæddi Svíinn sem vinnur þarna, af yfirmönnunum frátöldum, þetta er innflytjendavinnustaður. Hann er ólánsamt ljóðskáld sem var rekinn af bókmenntatímaritinu sem hann vann hjá fyrir að dæma sína eigin bók – og slátra henni.

Sýningar:
27. febrúar, kl 20:00/Q&A
1. mars, kl 20:30/Q&A
5. mars, kl 19:00

Stockfish Film Festival