Tix.is

Um viðburðinn

Doris Dörrie
GER 2016 / 108 min

Marie og Satomi; önnur ung og vestræn, hin gömul og japönsk, önnur trúður og hin geisha. Báðar fastar á bannsvæðinu í Fukushima. Trúðurinn Marie var upphaflega fengin til að skemmta gömlu fólki sem missti heimili sín í kjarnorkuslysinu í Fukushima árið 2011. Unga fólkið er allt farið, það hefur fundið sér vinnu annars staðar, en gamla fólkið getur hvergi farið. Nema ein þeirra, hún Satomi, gömul geisha sem platar Marie til að keyra hana á bannsvæðið þar sem rústir heimilis hennar standa. Báðar konurnar þurfa svo að endurbyggja sig sjálfar, ekkert síður en húsið hennar Satomi.

Sýningar:
25. febrúar, kl 18:00
28. febrúar, kl 18:00
1. mars, kl 18:00/Q&A

Stockfish Film Festival