Tix.is

Um viðburðinn

Rajko Grlic
CRO 2006 / 94 min

Við erum stödd á lítilli landamærastöð við landamæri Júgóslavíu og Albaníu vorið 1987. Pasic liðsforingi er pirraður og sífullur, auk þess að vera með einkennilegan verk neðanbeltis. Eini læknirinn á svæðinu segir honum að þetta sé sýfillis og meðferðin taki þrjár vikur. En Pasic á að fara heim í frí fljótlega og til þess að koma í veg fyrir að konan hans komist að framhjáhaldinu lýsir hann yfir neyðarástandi og fullyrðir að albanski herinn sé að skipuleggja árás á Júgóslavíu. Hægt og rólega fer þessi litla lygi úr böndunum og stríðsæsingurinn magnast.

Sýningar:
1. mars, kl 20:00/Q&A

Stockfish Film Festival