Tix.is

Um viðburðinn

Leonard Cohen: A Memorial Tribute er minningar - og heiðurssveit sem stofnuð var til minningar Leonard Norman Cohen, sem lést þann 7.nóvember sl. þá 82 ára að aldri.

Hljómsveitin hélt tónleika á Græna Hattinum þann 3.febrúar sl. og voru viðbrögðin og viðtökurnar vægast sagt stórkostlegar. Ógleymanleg kvöldstund að mati flestra og ekki skemmdi fyrir innkoma Karlakórs Akureyrar en kórinn gestaði í nokkrum lögum hjá sveitinni við miklar undirtektir tónleikagesta. Fyrr um daginn hafði sveitin gert mikla lukku í Popplandi Rásar 2 en sveitin lék þar lögin; „Famous Blue Raincoat“, „I´m Your Man“ og „Dance Me To The End of Love“ í beinni úr Stúdíó 12, við gríðarlega góðar viðtökur hlustenda.

Sveitin hélt þá tónleika á Café Rosenberg í Reykjavík 10.febrúar en uppselt varð á tónleikana á innan við viku yfir hátíðarnar. Var þá ákveðið að bæta við tónleikum á sama stað þann 7.apríl nk. en einnig er uppselt á þá. Sérstakir gestir í Reykjavík eru félagar úr karlakórnum Þrestir.

Hljómsveitin hyggur nú á lokahnykk tónleikaraðarinnar og heldur til Akureyrar á Græna Hattinn þann 19.maí, í Valaskjálf laugardaginn 20.maí og endar þetta allt saman á Café Rosenberg í Reykjavík föstudaginn 26.maí. Ungir sem aldnir, nýir aðdáendur og eldri, eru allir hvattir til að kynna sér málin og missa ekki af þessari stórkoslegu skemmtun.