Tix.is

Um viðburðinn

Allt frá því að Jason Mraz vakti fyrst athygli í gróskumikilli kaffihúsamenningu í San Diego árið  2000 hefur aðdáendahópur hans vaxið óðfluga um heim allan. Nú þegar hefur hann hlotið demants-, platínu- og gullplötur í meira en 20 þjóðlöndum, markað spor sín í poppsöguna með metsölulögunum "I´m Yours" og "I Won´t Give Up" og hlotið 2 Grammy verðlaun og fleiri tilnefningar. Þá hefur hann einnig fengið hin virtu Hal David Songwriter Hall of Fame Award, Teen Choice og People’s Choice verðlaun, auk þess sem tónleikar hans í hinum víðfrægu tónleikastöðum The Hollywood Bowl, Madison Square Garden og London’s O2 Arena seldust upp á örskömmum tíma. Þess má einnig geta að lag hans "I'm Yours" hefur verið skoða meira en 300.000.000 sinnum á YouTube.

 

Jason Mraz er ástríðufullur brimbrettakappi, rekur gróðarstöð og framleiðir kvikmyndir en fyrst og fremst er honum þó annt um framtíð Jarðar. Hann hefur stutt margvísleg góðgerðarsamtök og er eindreginn stuðningsmaður LGBT-samfélagsins. Þá tók hann þátt í björgunarleiðangri til Gana með Free The Slaves - samtökunum sem og tónleikum í Myanmar frammi fyrir 90.000 áhorfendum þar sam athygli var vakin á mansali í samvinnu við MTV Exit. Tónleikar hans þykja framúrskarandi, enda á  hann einkar auðvelt með að ná sambandi við áhorfendur sína og heldur þeim hugföngnum.

Umsjón: Tónleikur ehf