Tix.is

Um viðburðinn

Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd. Guðmundur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri og handritshöfundur á undanförnum árum fyrir margverðlaunaðar stuttmyndir sínar. Þar hefur Hvalfjörður reynst vera sérlega sigursæl, enda unnið til um 50 verðlauna á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, þar á meðal sérstök dómnefndarverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.

Hjartasteinn hlaut þann heiður, fyrst íslenskra mynda, að vera heimsfrumsýnd í keppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum september 2016. Næstu fjóra mánuði þar á eftir tók myndin þátt í samtals 16 kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn og hlaut í heildina 17 verðlaun og er því orðin ein af verðlaunamestu íslensku myndum síðari ára.