Tix.is

Um viðburðinn

Geggjuð dramatísk grínmynd sem fjallar um föður sem leitast við að tengjast dóttur sinni, en hún er framakona í viðskiptum. Myndin hefur verið lofuð í hástert og halda gagnrýnendur vart vatni yfir henni.

Partísýning á þessari einstöku gamanmynd – og ef þú mætir með hárkollu þá færðu frían drykk á barnum og frímiða í Bíó Paradís! Sýnd með enskum texta laugardagskvöldið 10. febrúar kl 20:00! 

Toni Erdmann sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016 þar sem hún var frumsýnd og tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinnar en hún vann FIPRESCI verðlaunin. Myndin var tilnefnd sem besta erlenda myndin til Óskarsverðlaunanna 2017 en hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016.