Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitina Nirvana þarf ekki að kynna en henni verður gerð góð skil á tvennum heiðurstónleikum á Akureyri og í Reykjavík. Slíkir tónleikar hafa verið haldnir áður við hin ýmsu tilefni en nú er svo komið að eftir ítrekaðar fyrirspurnir og áreiti eru liðsmenn heiðurssveitarinnar að springa úr rokk greddu og ætla leysa þann kraft úr læðingi föstudagskvöldið 24. feb á Græna hattinum og laugardagskvöldinu 25. feb á Hard Rock Café. Leikin verða öll bestu og næst bestu lög Nirvana.

Heiðurssveitin:

Kurt Cobain: Einar Vilberg
Pat Smear: Franz Gunnarsson
Dave Grohl: Kristinn Snær Agnarsson
Krist Novoselic: Jón Svanur Sveinsson