Tix.is

Um viðburðinn

The Beatles heiðurstónleikar - HIN LÖGIN ! Helter Skelter er orðin íslenskum Bítlaaðdáendum vel kunnug eftir að hafa verið starfrækt rétt rúm 2 ár. Á þeim tíma hafa þeir ekki lagst á garðinn þar sem hann er lægstur og hafa m.a. flutt Revolver, White Album og Abbey Road plötur The Beatles í heild sinni. Nú er komið að blönduðum tónleikum þar sem að hin lögin fá að njóta sín. Lagalistinn inniheldur minna spilaðar perlur sem sannir aðdáendur Bítlana fá sjaldan að heyra á tónleikum. Það er þó ekki svo að þekktu slagararnir fái ekki að fljóta með inn á milli. Þetta verður bara góð blanda af frábærum lögum þessarar mögnuðustu rokkhljómsveitar sögunar!