Tix.is

Um viðburðinn

Söngvaskáld FTT koma fram á þrennum tónleikum í Græna herberginu dagana 22.feb, 22.mars og 19.apríl. Innan vébanda FTT (Félags tónskálda og textahöfunda) eru velflestir okkar afkastamestu tón- og textahöfunda og fá áhorfendur að sjá 12 þeirrra í návígi á þessum þremur kvöldum. Aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Söngvaskáld FTT verða miðvikudagskvöldið 22.mars í Græna herberginu við Lækjargötu. 

 Að þessu sinni koma fram þau Ragnheiður Gröndal, Rósa Guðrún, Snorri Helgason og Svavar Knútur. Tónleikarnir eru á vegum Félags tónskálda og textahöfunda og eru listamennirnir meðal fjölmargra íslenskra höfunda sem eru í félaginu.