Tix.is

Um viðburðinn

Jeff Wayne’s Musical version of The War Of The Worlds - Innrásin frá Mars

Einvalalið söngvara, leikara og tónlistarfólks flytur hið magnaða tónverk Jeff Wayne, The War Of The Worlds eða Innrásina frá Mars, í íslenskri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.

Skáldsaga H.G. Wells The War Of The Worlds, Innrásin frá Mars, kom fyrst út árið 1897 og hefur notið mikilla vinsælda alla tíð síðan og verið endurprentuð með reglulegu millibili. Eftir sögunni hafa verið gerðar fjölmargar kvikmyndir og árið 1938 gerði leikstjórinn Orson Welles eftirminnilegt útvarpsleikrit sem byggði á sögunni og olli útsending þess í bandarísku útvarpi miklu uppnámi. En eitt allra eftirminnilegasta verkið sem byggir á sögu H.G. Wells er án efa tónverk eða söngleikur sem Jeff Wayne sendi frá sér á tvöfaldri plötu árið 1978 og skartaði Richard Burton í hlutverki sögumannsins. Platan sló í gegn hér á landi sem og annars staðar og hefur verkið verið flutt reglulega víðs vegar um heiminn æ síðan.

Í Hofi þann 24. mars nk. verður Innrásin frá Mars flutt í tónleikaformi á íslensku og ekkert til sparað við að gera flutninginn sem glæsilegastan og eftirminnilegastan. Verkið verður flutt af sex söngvurum og leikurum ásamt rokkhljómsveit og strengjasveit SinfoniaNord.

Flytjendur:
Ólafur Darri Ólafsson - Fréttaritarinn
Magni - Sungnar hugrenningar fréttaritarans
Stefán Jakobsson - Rödd mannkyns
Þór Breiðfjörð - Stórskotaliðinn
Eyþór Ingi - Séra Daníel
Selma Björns - Elísabet

Hljómsveit:
Einar Scheving - trommur
Ólafur Hólm - slagverk
Eiður Arnarsson - bassi
Davíð Sigurgeirsson - gítar
Andrés Þór Gunnlaugsson - gítar
Ásgeir J. Ásgeirsson - gítar
Kjartan Valdemarsson - hljómborð
Vignir Þór Stefánsson - hljómborð
Haraldur Sveinbjörnsson - hljómborð

Strengjasveit SinfoniaNord undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar sem einnig er tónlistarstjóri verksins.

Leikstjóri: Selma Björnsdóttir
Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson
Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson