Tix.is

Um viðburðinn

Nú þegar Ljótu hálfvitarnir hafa vaknað með andýlum upp af sínum vetrardvala var það svo sem fyrirsjáanlegt hvað mundi gerast næst. Það gat hvert mannsbarn (já og kvennabörn líka) sagt sér að þeir myndu bruna norður yfir heiðar, lóðbeint á Græna hattinn og gera það sem þeir gera best, nefnilega róta. Og úr því það væri búið að róta á annað borð (já og sviðið líka) þá gat fólk alveg gefið sér að það yrðu einhver lög spiluð. Og farið yrði með óviðeigandi gamanmál. Og bjór yrði drukkinn ótæpilega. Og auðvitað mun þetta enda eins og venjulega, með því að einhver fer að grenja.