Tix.is

Um viðburðinn

Eurovision-sigurvegarinn Måns Zelmerlöw til Íslands!

- MIÐASALA HEFST Á MIÐVIKUDAGINN, 1. FEBRÚAR KL. 12.00 - Upphitun og skemmtiatriði á öllum viðburðum. Upplifðu Söngvakeppnina í dúndrandi stemmingu. Tryggðu þér miða, sjáðu allt með berum augum og skemmtu þér með þúsundum gesta í Háskólabíói og Laugardalshöll.

Miðasala á Söngvakeppnina 2017 hefst á miðvikudaginn 1. febrúar kl. 12.00 á tix.is. Hægt verður að kaupa miða á staka viðburði en einnig verður í boði sérstakur tilboðspakki, Alla leið pakkinn , sem gildir á öll þrjú kvöldin. Mikið verður um dýrðir á þessum þremur viðburðum sem fara fram í Háskólabíói og Laugardalshöll en þar upplifa áhorfendur hina sönnu Söngvakeppnistemningu og fá keppnina beint í æð. Skemmtiatriði verða á öllum viðburðunum. Gunni, Felix o.fl. hita áhorfendur upp og landsfrægir tónlistarmenn stíga á svið og eins og fyrr segir, sjálfur Måns Zelmerlöw.

Sigurvegari Eurovision söngvakeppninnar 2015, hinn sænski Måns Zelmerlöw, heimsækir Íslendinga í byrjun mars og kemur fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar sem sýnd verður á RÚV í beinni útsendingu úr Laugardalshöll 11. mars. Måns Zelmerlöw sigraði Eurovision söngvakeppnina 2015 með laginu Heroes, en lagið fékk þar m.a. 12 stig frá íslenskum almenningi. Hann sló svo í gegn sem kynnir keppninnar sem haldin var í Stokkhólmi í fyrra.

25. febrúar kl. 19.45 – Háskólabíó
Fyrri lögin sex í undankeppninni.

4. mars kl. 19.45 – Háskólabíó
Seinni lögin sex í undankeppninni.

11. mars kl. 14.45 - Lokaæfing
Lögin sex sem keppa til úrslita síðar um kvöldið.

11. mars kl. 19.45 - Laugardalshöll
Sex lög keppa til úrslita og þar kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga til Eurovision söngvakeppninnar 2017 sem haldin verður í Kiev í Úkraínu í maí á þessu ári. Måns Zelmerlöw syngur á sviðinu í Höllinni.

Allt um Söngvakeppnina 2017 hér