Tix.is

Um viðburðinn

Stórtónleikar Gretu Salóme ásamt Alexander Rybak, rokkbandi, strengjasveit og dönsurum þar sem boðið er upp á popp, rokk, klassík, og allt þar á milli.

Stórkostleg tónlistarupplifun fyrir alla fjölskylduna og í boði er 40% afsláttur af miðaverði fyrir 12 ára og yngri. Tónleikasýning þar sem öllu er tjaldað til.

Hópurinn mun flytja helstu smelli Gretu Salóme og Alexanders auk þess spennandi bræðing af klassískum verkum, poppi og rokki, flugeldasýningum á hljóðfærin, Disney, Eurovision og ýmislegt fleira.

GRETA SALÓME útskrifaðist með bachelorgráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands og mastersgráðu í tónlist frá sama skóla en lærði auk þess í Bandaríkjunum við Stetson University. Greta Salóme hefur í tvígang sigrað Söngvakeppni Sjónvarpsins og keppt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hún hefur haldið tónleikasýningar hjá Disney auk þess að koma fram vítt og breitt um heiminn.

Greta hefur starfað sem fiðluleikari í fjölda ára og starfaði sem fiðluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árunum 2008-2014. Hún er annar starfandi konsertmeistari við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

ALEXANDER RYBAK fæddist í Hvíta-Rússlandi 1986 en flutti til Noregs fjórum árum síðar með foreldrum sínum sem báðir eru klassískir tónlistarmenn. Þegar hann var 10 ára gamall hóf hann fiðlunám við Barratt Due Institute of Music í Osló. Árið 2009 bar hann sigur úr býtum í norsku undankeppninni fyrir Eurovision og endaði svo á því að gjörsigra keppnina sjálfa.

Alexander hefur átt mjög farsælan feril eftir að hafa sigrað Eurovision og kemur fram víðs vegar um heiminn auk þess að hafa gefið út nokkrar plötur með miklum vinsældum.