Tix.is

Um viðburðinn

Ensemble U: er leiðandi og þekktastur samtímatónlistarhópa í Eistlandi. Hópurinn er þekktur fyrir færni sína í að spila krefjandi verk án hljómsveitarstjóra, er opinn fyrir tilraunarkenndar hugmyndir og sýnir sérstaka næmni fyrir hljóðmyndun. Í nágrenni Eistlands hefur U: leikið á mikilsvirtum alþjóðlegum hátíðum eins og Time of Music (Viitasaari, Finnlandi), GAIDA (Vilnius, Litháen), Sounds New (Canterbury, UK), Norrænum músíkdögum (Helsinki, Finnlandi), Nuova Consonanza (Róm, Ítalíu), Third Practice (Richmond, USA), Biennale di Musica Venezia (Ítalíu).

Árið 2009 hlaut Ensemble U: hin árlegu Menningarverðlaun Eistlands fyrir þátttöku sína í samtímatónlistarsenu Eistlands, og árið 2016 hlaut U: sömu verðlaun fyrir eftirtektarverðar efnisskrár samtímatónlistar.

U: leikur gjarnan meistaraverk nútímatónskálda sem og tilraunakenndar tónsmíðar. Eitt af sérsviðum U: eru spunaverk og flutningur verka sem krefjast notkun óhefðbundinnar nótnaskriftar.