Tix.is

Um viðburðinn

Shasta Ellenbogen og Yngvild Haaland Ruud munu flytja sitthvort einleiksverkið fyrir víólu og harmonikku og einnig munu þær frumflytja verk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur sem er sérstaklega samið fyrir þær til þess að flytja á Myrkum músíkdögum í ár. Shasta hefur unnið til fjölda verðlauna í Kanada, Þýskalandi og Hollandi og sömu sögu er að segja af Yngvild sem hreppti 3. verðlaun í alþjóðlegu “Arrasate Hiria” einleikarakeppninni á Spáni 2012.

Efnisskrá:
Ylva Lund Bergner
Cerulean Minim (2016)

Bergrún Snæbjörnsdóttir
Intrinsic Rift (2016) - heimsfrumflutningur / world premiere

Gérard Grisey
Prologues (1976)