Tix.is

Um viðburðinn

[h a p t a l] eftir oqko er hljóðræn tilraun sem rannsakar hin táknrænu tengsl milli málmverks og samspilsins sem umbreytir því. Á verkinu hanga 7 málmeiningar sem eru uppspretta alls hljóðs í tónverkinu. Hljóðin eru numin með snertihljóðnemum og meðhöndluð í rauntíma.

Mouth Music (2017) eftir Ríkharð H. Friðriksson er verk fyrir margra hátalara hvelfingu í veggjum og lofti, 29 í þessu tilfelli þar sem hljóð ferðast allt í kringum áheyrendur. Hljóðin koma upphaflega úr munni og þaðan er nafnið dregið (enginn skyldleiki við samnefndan skoskan söngstíl). Upphaflegu hljóðin eru flest mjög hljóðlát en við ferðalagið úr munninum og yfir í miklu víðara og öflugra umhverfi taka þau stakkaskiptum og stækka margfalt. Verkið verður frumflutt á Myrkum músíkdögum.

Efnisskrá:
oqko
[haptal] (2016)

Ríkharður H. Friðriksson
Mouth Music (2016) - heimsfrumflutingur / world premiere