Tix.is

Um viðburðinn

Secret Solstice kynnir með stolti Into The Glacier 2017 - eina partýið í heiminum innan í jökli!

Einungis 125 gestir fá tækifæri til að upplifa þetta þessa einstöku viðburði innan í Langjökli, öðrum stærsta jökli á Íslandi.

Miðar eru til sölu á tvo Into The Glacier viðburði og nánari upplýsingar um hvern viðburð eru hér fyrir neðan:

16.júní 2017: Red Bull kynnir BAYA & aYa.
18.júní 2017: Tag Heuer presents Anderson .Paak and Blaz Roca

Innifalið í miðaverði er ferð til og frá Reykjavík að Langjökli á tónleikana, stutt leiðsöguferð um jökulhellana og tveir drykkir á hvern gest.

Það er ekki nauðsynlegt að vera með miða á Secret Solstice til þess að geta keypt miða á Into The Glacier en hins vegar er miði á hátíðina sjálfa ekki innifalinn með miða í Into The Glacier. Þessir viðburðir eru á sama tíma og Secret Solstice 2017 og er því möguleiki á að viðskiptavinir missi af atriðum á hátíðinni sjálfri.

Það er ekki nauðsynlegt að vera með miða á Secret Solstice til þess að geta keypt miða á Into The Glacier en hins vegar er miði á hátíðina sjálfa ekki innifalinn með miða í Into The Glacier. Þessir viðburðir eru á sama tíma og Secret Solstice 2017 og er því möguleiki á að viðskiptavinir missi af atriðum á hátíðinni sjálfri.

Til þess að kaupa miða á Secret Solstice 2017 vinsamlegast smelltu hér

Vinsamlegast athugið:

 Into The Glacier viðburðirnir eru innan í jökli og því er mikilvægt að klæða sig vel. Við mælum með því að vera í hlýjum fatnaði, með hanska og í skófatnaði sem þolir kulda og vætu.

Viðburðurinn sjálfur auk ferðalagsins til og frá Reykjavík tekur um 8 klukkustundir. Við mælum með að fólk borði fyrir ferðina og/eða taki með sér snarl og óáfenga drykki. Secret Solstice býður uppá léttar veitingar auk tveggja áfengra drykkja þegar á jökulinn er komið

Þú færð ítarlegan upplýsingapakka um viðburðinn, þar á meðal hvaðan rúturnar, fara tveimur vikum fyrir viðburðinn.

Öryggisviðvörun: 

Secret Solstice og Into The Glacier er mjög annt um öryggi gesta sinna á þessum viðburðum. Vegna þessa áskilja viðburðarhaldarar sér rétt til að neita fólki í miklu annarlegu ástandi um aðgang að rútum frá Reykjavík og miðinn verður ekki endurgreiddur. Drykkir verða á boðstólnum þegar í jökulhellinn er komið en hver gestur fær að hámarki tvo drykki til þess að tryggja öryggi gesta viðburðarins. Að lokum er mikilvægt að klæða sig vel!

Tímasetningar:

Rútur á viðburðina leggja af stað frá hátíðarsvæðinu klukkan 11:00 og við mælum með að gestir mæti 30 mínútum fyrir brottför. Ef gestir missa af rútunum verða miðar á viðburðina ekki endurgreiddir. Öll ferðin tekur um 8 klukkustundir og áætluð koma til Reykjavíkur er 19:00.

Algengar spurningar:

Er aldurstakmark á viðburðinn?

Það er 18 ára aldurstakmark á viðburðinn. Vinsamlegast taktu með gild skilríki þegar þú sækjir passann þinn.

Hvernig get ég haft samband við viðburðahaldara eða spurt spurninga um viðburðinn?

Vinsamlegast sendu tölvupóst á info@secretsolstice.is ef þú þarfnast einhverra upplýsinga.

Hverjir eru skilmálar endurgreiðslu?

Það er 14-daga skilafrestur á miðum á viðburðinn í samræmi við íslensk lög.