Tix.is

Um viðburðinn

Læknir beitir öllum ráðum til þess að koma dóttur sinni í gegnum lokaprófin, í kvikmynd sem fær hjartað til að slá. Leikstjórinn Cristian Mungiu fjallar um óheilbrigt samfélag Rúmeníu á nýjan leik, en hann er þekktastur fyrir kvikmynd sína 4 Months, 3 Weeks and 2 Days sem hann vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinar Cannes árið 2007.

Graduation keppti um Palme d´Or aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes þar sem Mungiu hreppti leikstjóraverðlaunin ásamt Olivier Assayas, sem hreppti þau fyrir mynd sína Personal Shopper.

Ekki missa af Graduation, frumsýnd 13. janúar 2017 í Bíó Paradís!