Tix.is

Um viðburðinn

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 2.-4. mars 2017. Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og -hljómsveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þjóðlagatónlistarheimsins.

Hátíðin fer fram í notalegum húsakynnum Kex Hostels og er ekkert til sparað við að skapa notalega og einlæga stemmningu og ógleymanlega tónlistarveislu fyrir alla unnendur þjóðlagatónlistar.

Fram koma:
Fimmtudagur: Ösp, Markús Bjarnason, Hljómsveitin Eva, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur
Föstudagur: Umbra Ensemble, RuGl, Þrír, Tómas R. Einarsson
Laugardagur: Marteinn Sindri, KÓRUS, Helena Eyjólfs and Karl Olgeirsson, Sigurður Guðmundsson

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinna er að finna á vefsíðu hennar; Reykjavík Folk Festival á fésbókarsíðu hennar; Facebook