Tix.is

Um viðburðinn

Breski Grammy-verðlaunahafinn Paul Phoenix mun halda námskeið eða Masterclass fyrir sönghópa, kammerkóra og kóra í Seltjarnarneskirkju helgarnar 14.-15. janúar og 21.-22. janúar en alls 8 hópar munu vinna með Paul Phoenix. Hægt er að kaupa áheyrnarmiða á námskeiðið en hér fyrir neðan má sjá lista yfir hópana.

Helgina 14.-15. janúar munu eftirfarandi hópar vinna með Paul Phoenix:
- Kvartettinn Barbari
- Söngfjelagið Góðir grannar
- Sönghópurinn Veirurnar
- Skálholtskórinn

Helgina 21.-22. janúar munu eftirfarandi hópar vinna með Paul Phoenix:
- Kvartettinn Per se
- Fjárlaganefnd
- Spectrum
- Dómkórinn

Paul Phoenix kom til landsins í janúar 2016 og vann með fjórum hópum en í ár stoppar hann lengur og nær að kenna 8 hópum. Paul mun vinna náið með hópunum og gefa þeim ráð um hvernig þeir geti bætt heildarmyndina, allt frá framkomu til flutnings á tónlistinni. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá var Paul Phoenix meðlimur breska sönghópsins the King’s Singers frá september 1997 til ágúst 2014. Á hverju ári á þeim tíma söng hann að meðaltali 130 tónleika með hópnum, hélt fjölda söngnámskeiða auk útgáfu fjölda geisladiska. Árin 2009 og 2012 hlaut hópurinn Grammy verðlaunin víðfrægu, fyrra árið fyrir plötuna Simple gifts sem the King’s singers gaf út og seinna árið sem gestasöngvarar á plötu tónlistarmannsins Eric Whitacre.

Eftir að Paul hætti í The King’s Singers hefur hann verið upptekinn við kennslu. Hann stofnaði fyrirtæki sem heitir Purple Vocals, sem hefur það að markmiði að þjálfa kóra, sönghópa og einstaklinga. Paul Phoenix hefur gríðarlega mikla reynslu á hinum ýmsu tónlistarstílum auk þess sem hann hefur sungið á fjölda tungumála.

Það er frábært fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan heimsþekkta listamann til landsins til að miðla af reynslu sinni í annað sinn.

Dagskráin fyrir helgarnar

Laugardagur 14. janúar/21. janúar
09:45 - Kirkjan opnar
10:00 - 13:00 - Unnið með hópunum
13:00 - 14:00 - Hádegishlé
14:00 - 17:30 - Unnið með hópunum

Sunnudagur 15. janúar/22. janúar
08:45 - Kirkjan opnar
09:00 - 10:30 - Unnið með hópunum
10:30 - 12:00 - Hlé á námskeiði á meðan messu stendur (Hóparnir hafa tök á að syngja í messunni)
12:00 - 13:00 - Hádegishlé
13:00 - 16:00 - Unnið með hópunum
17:00 - 19:00 - Lokatónleikar námskeiðsins