Tix.is

Um viðburðinn

Markþjálfunardagurinn verður haldinn í fimmta sinn þann 26. janúar næstkomandi. Það er Félag markþjálfa á Íslandi og ICF Iceland sem standa saman að Markþjálfunardeginum.

Dagurinn verður einstaklega veglegur vegna 10 ára afmælis Félags markþjálfa á Íslandi.

Aðalfyrirlesari Markþjálfunardagsins er rithöfundurinn og hinn virti fyrirlesari Dr. Karl Moore, sem mun fjalla um hina hljóðu leiðtoga (e. Quiet Leaders). Ástríða Karls og sú vinna sem hann er þekktastur fyrir víða um heim, er stefnumótun og leiðtogafræði. Hann er dósent við McGill háskólann í Montreal þar sem hann stýrir með Henry Mintzberg, McGill Advance Leadership Program.

Auk Dr. Karls stíga þau Sigrún Gunnarsdótitir, Ingvar Jónsson og Ingibjörg Kaldalóns á stokk og ræða m.a. um þjónandi forystu og markþjálfun, það sem gerist í heilanum á meðan á markþjálfun stendur og drifkraft leiðtogans út frá markþjálfun og jákvæðri sálfræði. Fimmti fyrirlesarinn verður staðfestur síðar.

Markþjálfunardagurinn er einn af lykilviðburðum þeirra sem vilja ná árangri. Hann hefur verið sérlega vel sóttur en í fyrra komust færri að en vildu. Í ár verður Markþálfunardagurinn haldinn í aðalsal Hilton Reykjavík Nordica hótelsins á jarðhæð til að tryggja öllum pláss sem áhuga hafa á þeirri hvatningu, fagmennsku og leið að lykilárangri sem boðið er upp á í erindum Markþjálfunardagsins.

Verð 14.900 kr., og innifalið eru áhugaverðir og hvetjandi fyrirlestrar, tengslanet, hressing og gleðistund í lok dags.

Takið daginn frá og tryggið ykkur miða tímanlega, því þið viljið ekki missa af þessum einstaka viðburði.

Húsið opnar kl. 12.30
Dagskrá hefst kl. 13.15
Gleðistund er við ráðstefnulok um kl. 16.50

Um markþjálfun:

Markþjálfun er ört vaxandi grein um allan heim og hefur aldeilis verið að ryðja sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum. Á ensku nefnist markþjálfun “coaching” og er oft talað um life coaching eða executive coaching. Hvort sem markþjálfun er nýtt fyrir persónuleg eða starfstengd viðfangsefni þá er markþjálfun aðferðafræði sem virkar og er komin til að vera.

Á erlendri grundu er markþjálfun þekkt grein og hafa margir vel þekktir einstaklingar lýst því yfir að markþjálfun sé leyndardómurinn á bakvið farsælni þeirra.

Markþjálfun er samtal sem auðveldar fólki eða stjórnendum að skilgreina fagleg og persónuleg markmið, gera þau framkvæmanleg og ná þeim á árangursríkan hátt. Markþjálfi notar kraftmiklar spurningar til að efla sjálfsvitund og ábyrgð viðskiptavinarins. Markþjálfinn beitir virkri hlustun, veitir endurgjöf, hvetur áfram og þjálfar viðkomandi viðskiptavin eftir þörfum. Það eru til margar tegundir af markþjálfun fyrir utan almenna lífsþjálfun, til dæmis stjórnendamarkþjálfun, heilsumarkþjálfun, frumkvöðlamarkþjálfun o.fl.

Félag markþjálfa á Íslandi:

Félagið var stofnað árið 2005 og er markmið þess að kynna fagið og standa vörð um faglegan og fræðilegan grunn greinarinnar. Finna má upplýsingar um starfandi markþjálfa, viðburðinn sjálfan og fyrirlesara á síðu félagsins; www.markthjalfun.is. Einnig er hægt að finna félagið á Facebook undir markþjálfun.is

ICF Iceland:

Félagið var stofnað í upphafi árs 2015 og er markmið þess að fræða, tengja og miðla. Félagið stuðlar að fagmennsku markþjálfunar með fræðslu og alþjóðlegri vottun. Finna má upplýsingar um félagið á Facebook síðu þess. Finna má upplýsingar um alþjóðlega vottaða markþjálfun á síðu International coach federation