Tix.is

Um viðburðinn

Jesus Christ Superstar í Eldborg um páskana

Vegna frábærra viðbragða og mikillar eftirspurnar verður Jesus Christ Superstar sett á svið í sjötta sinn í Eldborg á Skírdag, fimmtudaginn 13. apríl 2017.

Í dómi Morgunblaðsins frá 9. apríl 2015. segir meðal annars:

“Enginn íslenskur söngvari hefur sungið hlutverk Jesú í söngleiknum Jesus Christ Superstar eins vel og Eyþór Ingi Gunnlaugsson gerði á skírdag í Eldborgarsal Hörpu. Það þori ég að fullyrða eftir að hafa hlustað á nokkra söngvara spreyta sig á þessu erfiða hlutverki. … Eyþór náði að kalla fram sjaldgæfa gæsahúð og þá sérstaklega í stórkostlegum flutningi á „Gethsemane“...

Reyndasti söngleikjamaðurinn í hópi söngvara er Þór Breiðfjörð og hann var tilkomumikill í hlutverki Júdasar ….

Í raun var þetta hinn fullkomni söngvarahópur fyrir verkið. Rokkarinn Magni smellpassaði sem Símon og Pétur, Ragga Gröndal söng lög Maríu Magdalenu undurfallega og Björn Jörundur var eitursvalur, eins og alltaf, í hlutverki Pontíusar, hlutverki sem er eins og klæðskerasniðið fyrir hann. … Sá sem kom mest og ánægjulegast á óvart var Ólafur Egilsson; söngurinn kraftmikill og mikil leikræn tilþrif. Ólafur brilleraði í hlutverki Heródesar ...

Aðdáendur þessa frábæra rokksöngleiks Andrews Lloyds Webbers og Tims Rice voru ekki sviknir þetta kvöld eins og fagnaðarlætin að sýningu lokinni báru vitni um…”

Í dómi Fréttablaðsins 29. desember 2015 sagði meðal annars:

****1/2

“Tónlistarstjóri í uppfærslunni var Friðrik Karlsson ... Allur tónlistarflutningur var til mikillar fyrirmyndar, enda einvalalið hljóðfæraleikara í hljómsveitinni.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson átti stórleik í hlutverki Jesú. Fjöldi einstaklinga hefur sungið hlutverk Jesú í gegnum tíðina en Dalvíkingurinn stimplaði sig svo sannarlega inn sem einn af þeim allra bestu.

Ian Gillan, sem er hinn upprunalegi Jesús, hefði án nokkurs vafa klórað sér í hausnum yfir frammistöðu Eyþórs Inga.

Þór Breiðfjörð sem lék Júdas var einnig hreint út sagt frábær og sýndi og sannaði að hann er einn fremsti söngvari þjóðarinnar. Björn Jörundur Friðbjörnsson lék Pontíus Pílatus og skilaði sínu með miklum sóma. Ragnheiður Gröndal, með sína einstöku rödd lék Maríu Magdalenu og var hennar frammistaða einkar glæsileg… Óskar Einarsson stýrði kór sem átti sinn þátt í að gera sýninguna eins góða og hún var.

Selma Björnsdóttir leikstýrði uppfærslunni og á skilið mikið lof fyrir sitt verk.”

Söngvarahópinn skipa:

Eyþór Ingi - Jesús
Þór Breiðfjörð - Júdas
Ragga Gröndal - María Magdalena
Björn Jörundur - Pontíus Pílatus
Jóhann Sigurðarson - Kaíafas
Ólafur Egilsson - Heródes og Annas
Magni Ásgeirsson - Pétur postuli og Símon vandlætari
ásamt Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar

Hljómsveit:

Friðrik Karlsson - gítar og tónlistarstjórn
Einar Þór Jóhannsson - gítar
Benedikt Brynleifsson - trommur og slagverk
Eiður Arnarsson - bassi
Jón Ólafsson - hljómborð
Eyþór Gunnarsson - hljómborð
Vignir Þór Stefánsson - hljómborð
Leikstjóri - Selma Björnsdóttir
Lýsing - Magnús Helgi Kristjánsson
Hljóð - Gunnar Sigurbjörnsson

Jesus Christ Superstar

Facebook