Tix.is

Um viðburðinn

Hymodia heldur jólatónleika sína 22. desember. Að venju fáum við góðan gest til liðs við okkur; að þessu sinni Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur sellóleikara. Þar verða flutt gömul jólalög og ný, íslensk og erlend, mörg þeirra í nýjum búningi.

Á tónleikunum verður kyrrlátt og hátíðlegt í rökkvaðri kirkjunni svo tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér og notið kyrrðar og samveru.