Tix.is

Um viðburðinn

Þýska rokkhljómsveitin Rammstein hefur boðað endurkomu sína til Íslands á vormánuðum 2017.

Rammstein hélt tvenna eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll 15. og 16. júní 2001. Miðar á tónleikana ruku út og sátu margir eftir með sárt ennið miðalausir. Á seinni tónleikunum tilkynnti hljómsveitin að hún elskaði Ísland, og að hún hygðist koma aftur fljótlega.

Frá 2001 hefur mikið vatn runnið til sjávar, Rammstein hefur breyst úr sérviskulegri neðanjarðar hljómsveit í eina stærsta rokkhjómsveit heims. Það er því mikið gleðiefni að Rammstein hafi loksins tök á að snúa aftur til Íslands. Hljómsveitin mun mæta með stærstu útgáfu sýningar sinnar og næsta víst að annað eins mun aldrei hafa sést hérlendis. Tónleikarnir verða í Kórnum í Kópavogi, en þangað mun hljómsveitin flytja fimmtán gáma af búnaði, þrefalt hljóðkerfi, eldvörpur og viðamikinn ljósabúnað.

Margir sem sáu Rammstein 2001 segja tónleikana vera með þeim mögnuðustu sem fram hafa farið á Íslandi. Þrátt fyrir það var sú sýning einsog barnaskólaleikrit í samanburði við það sjónarspil sem hljómsveitin stendur fyrir núna. Það er bara ein hljómsveit eins og Rammstein, og það er Rammstein!

Búist er við miklum fjölda tónleikagesta frá Þýskalandi og því verða eingöngu um 13.000 miðar í boði fyrir íslenska aðdáendur. Aðeins verða einir tónleikar í þetta sinn og því ljóst að hart verður barist um miðana.

Tónleikarnir fara fram laugardaginn 20. maí 2017. Nánar verður tilkynnt á næstu dögum um fyrirkomulag miðasölu, sem fer fram á tix.is og hefst 1. desember.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig svæðin raðast upp í Kórnum

Miðaverð er eftirfarandi:

Stúka: kr. 27.900
A svæði: kr. 18.900
B svæði: kr. 15.900

18 ára aldurstakmark