Tix.is

Um viðburðinn

Í skálanum er sýnd 15 mínútna íslensk kvikmynd framleidd af Sagafilm, þar sem íslenskri náttúru er varpað á fjórar hliðar skálans sem myndar þannig tening utan um gesti. Hátt í 4 milljónir manna hafa séð kvikmyndina, en markmið hennar er að skapa einfalda og áhrifaríka undraveröld sem fær gesti til að nema staðar, draga djúpt að sér andann og upplifa Ísland í návígi.

Expó skálinn var fyrst settur upp á heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Skálinn var endurreistur sem landkynning Íslands á bókamessunni í Frankfurt 2011 auk þess sem hann var settur upp í Hörpu 2012 og í Brimhúsinu 2013.

Opnunartímar:

Alla daga frá 12:30 til 17:30

Hleypt er inn á sýninguna á 30 mínútna fresti