Tix.is

Um viðburðinn

Eigum saman hátíðlega stund með frábæru tónlistarfólki!

Þriðja árið í röð verða jólatónleikarnir Jólafriður haldnir í íþróttahúsinu í Neskaupstað og er óhætt að fullyrða að öllu verði tjaldað til að gera tónleikana sem glæsilegasta.

Í ár koma fram söngvarar sem ekki þarf að kynna fyrir landsmönnum en öll eru þau fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir sinn söng.

Þetta eru þau Jóhanna Guðrún, Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius, Óskar Pétursson og Erna Hrönn Ólafsdóttir

Saman syngja þau vel valdar söngperlur sem koma gestum í jólaskapið.

Þá munu heimamenn taka lagið á tónleikunum en eins og flestir vita er Neskaupstaður annálaður tónlistarbær sem getið hefur af sér frábæra söngvara og tónlistarmenn í gegnum tíðina. Að þessu sinni syngja þær María Bóel Guðmundsdóttir og Katla Heimisdóttir.

Hljómsveitarstjóri er Jón Hilmar Kárason.

Jólafriður 2016 verður haldinn í íþróttahúsinu í Neskaupstað.