Tix.is

Um viðburðinn

Margrét Eir – Jólatónleikar 2016

Söngkonan ástsæla, Margrét Eir, heldur ferna jólatónleika nú í desember. Falleg aðventustemning verður í fyrirrúmi á einstaklega hugljúfum tónleikum þar sem Margrét syngur sín uppáhalds jólalög.

Þetta verða kvöld til að hverfa frá amstri hversdagsins og ströngum undirbúningi jólanna og njóta fallegrar tónlistar og afslöppunar.

Með Margréti koma fram á hverjum stað listamenn úr heimabyggð, kórar og svo aldrei að vita nema óvæntir gestir líti við.

Margrét Eir er óumdeild jólarós okkar Íslendinga enda var hún í forgrunni Frostrósatónleikanna í 12 ár. Þar varð hún fyrir mörgum röddin sem kom með jólin og því sannarlega fagnaðarefni að hún syngi okkur inn í hátíðina í ár.

“ Jólin er mikilvægur tími til að njóta lífsins og hugsa um það sem okkur er mikilvægast eins og t.d. fjölskylda og vinir. Jólin eru líka erfiður tíma fyrir marga og þá er gott að geta hallað sér aftur, lokað augunum og róað hugan með tónlist. “

Tónleikarnir verða sem hér segir:

14. desember – Guðríðarkirkja kl. 20:00
16. desember – Hólmavíkurkirkja kl. 20:00
17. desember – Sauðárkrókskirkja kl. 20:00
18. desember – Reykholtskirkja kl. 20:00

Hljóðfæraleikur er í höndum einstaklega hæfileikaríkra heiðursmanna. Það eru þeir Börkur Hrafn Birgirsson og Daði Birgisson sem skipa hið frábæra tvíeyki.

Meðal gesta verða Rögnvaldur Valbergsson í Sauðárkrókskirkju og Viðar Guðmundsson í Hólmavíkurkirkju og Reykholtskirkju.

Margrét mun einnig njóta liðsinnis frábærra kóra og má þar nefna Kór Hólmavíkurkirkju, Kirkjukór Sauðárkrókskirkju og Reykholtskórinn. Í Guðríðarkirkju fær Margrét til sín baritónsöngvarann Ágúst Ólafsson. Þar munu einnig koma fram óvæntir gestir

Tryggðu þér miða og eignastu stund milli stríða í jólaundirbúningnum.

Gefðu þér hugljúfa tónleika og jólastemningu beint í hjartastað.