Tix.is

Um viðburðinn

Árlegir aðventutónleikar Karlakórs Reykjavíkur Hallgrímskirkju verða haldnir laugardaginn 17. desember og sunnudaginn 18. desember. Tvennir tónleikar verða hvorn dag og hefjast þeir kl. 17.00 og 20.00

Aðalgestur kórsins þetta árið er tenórsöngvarinn Elmar Gilbertsson sem kominn er í hóp helstu tenórsöngvara landsins. Hann vakti mikla athygli í óperunni Ragnheiði sem Íslenska óperan setti á svið í Hörpu árið 2014 auk þess sem hann hefur farið með stór hlutverk á þessu ári í Don Giovanni og Evgení Onegín á sama óperusviði. Félagar í Karlakór Reykjavíkur hlakka til að rifja upp kynnin við Elmar en hann kom fram með kórnum á vortónleikum í apríl síðastliðnum.

Þá kallar Karlakór Reykjavíkur til fastagesti sína frá fyrri árum sér til fulltingis; organistann Lenku Mátéóvu, trompetleikarana Ásgeir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson auk Eggerts Pálssonar pákuleikara.

Stjórn þessa viðburðar verður í höndum Friðriks S. Kristinssonar, farsæls stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur í meira en aldarfjórðung.