Tix.is

Um viðburðinn

Þann 12. Nóvember nk. verður liðið ár frá því að Hjalti Már Baldursson fell frá á sviplegan hátt, langt fyrir aldur fram. Hjalti var flugmaður hjá Flugfélagi Íslands, góður félagi, samstarfsmaður, vinur og bassaleikari í Föxunum. Af því tilefni verða haldnir styrktar- og minningartónleikar í Háskólabíói 12. nóvember og hefjast þeir kl. 21:00, húsið opnar kl. 20:00.

Miðaverð er 3.000 kr.

Sniglabandið, ásamt Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni og Helgu Möller, leikur lög eftir hljómsveit Hjalta, Faxana, í bland við aðrar perlur! Fjölmennum í Háskólabíó og heiðrum minningu um góðan vin og mikinn dáðadreng sem hrifsaður var úr hringiðu lífs síns alltof snemma.

Allur ágóði rennur til styrktar börnum Hjalta Más.