Tix.is

Um viðburðinn

Júníus Meyvant heldur veglega tónleika ásamt hljómsveit sinni og blástursveit í Bergi þann 18. nóvember en hann gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu í sumar sem ber nafnið „Floating Harmonies“.

Árið 2014 var árið sem Júníus hljómaði fyrst fyrir eyrum landsmanna og gerðist það þegar hann sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, „Color Decay“. Júníus kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum 2014 og fór frá athöfninni með tvenn verðlaun fyrir besta lag ársins og bjartasta vonin. Árið 2015 var hann síðan aftur tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna, þá fyrir besta karlkyns söngvarann og besta lagið.

Júníus hefur farið í talsvert af hljómleikaferðum undanfarin misseri þar sem hann spilaði á Hróaskelduhátíðinni í sumar og nú síðast á tónleikaferð um Evrópu í September á þessu ári þar sem hefur verið uppselt á flesta tónleika ferðarinnar.