Tix.is

Um viðburðinn

Uppselt 17. desember kl. 17:00 og 21:00 og 18. desember kl. 17:00
3. Aukatónleikar 18. desember kl. 20:00 komnir í sölu.

Rigg viðburðir í samstarfi við Malt og Appelsín kynna:

Söngvarinn Friðrik Ómar syngur jólin inn helgina 17-18. desember í Salnum í Kópavogi. Í fyrra komust færri að en vildu á tvenna tónleika sem vöktu mikla lukku gesta. Nú hefur selst upp á þrenna tónleika og hefur því verið ákveðið að bæta við 3. aukatónleikunum 3. aukatónleikunum sunnudaginn 18. desember kl. 20:00.

„Ég er afskaplega ánægður með þessar viðtökur. Við verðum með æðislega efnisskrá sem ég veit að mun kæta viðstadda. Stærð salarins er líka svo frábær, nálægðin mikil og gestirnir fá þá enn meira út úr okkur listafólkinu“ segir Friðrik Ómar, kátur í bragði.

Líkt og í fyrra kemur hann fram ásamt einstaklega glæsilegri hljómsveit sem skipuð er einvalaliði hljómlistarmanna undir styrkri stjórn Ingvars Alfreðssonar píanóleikara sem einnig útsetur. Gestasöngkona Friðriks er samstarfskona hans og vinkona Guðrún Gunnarsdóttir. Saman flytja þau lög af einni vinsælustu jólaplötu síðari ára, Ég skemmti mér um jólin, sem er orðin sígild. Einnig munu hljóma helstu perlur jólanna og húmorinn verður sennilega ekki langt undan. Hljómsveitina skipa auk Ingvars þeir Jóhann Hjörleifsson á trommur, Jóhann Ásmundsson á bassa, Kristján Grétarsson á gítar, Diddi Guðnason á slagverk, Sigurður Flosason á saxófón og Ari Bragi Kárason á trompet.

Sjá nánar hér á YouTube