Tix.is

Um viðburðinn

Eins og undanfarin ár verður Sönghópur Suðurnesja með aðventutónleika í byrjun desember. Sönghópurinn hefur verið undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar frá árinu 2010. Á dagskrá verða vönduð jólalög og viðeigandi efni í léttum dúr í anda hópsins. Með hópnum spila nemendur strengjasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en einnig verða þeir Ingólfur Magnússon á bassa, Þorvaldur Halldórsson á trommur og Magnús Kjartansson á píanó. Sérstakur gestur er Jana María Guðmundsdóttir.