Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Nýdönsk heldur miðnæturtónleika í Nasa við Austurvöll laugard. 10. sept en þar hefur hljómsveitin ekki leikið um árabil. Þetta eru einu tónleikar hljómsveitarinnar í Reykjavík það sem eftir lifir árs og verða öll þekktustu og vinsælustu lögin á dagskránni. Hljómsveitina Nýdönsk skipa: Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Þeim til aðstoðar er Ingi Skúlason, bassaleikari.

Klukkan 23.00 stígur á svið hljómsveitin Puffin Island sem kemur fram í fyrsta sinn á tónleikum þetta kvöld en lög sveitarinnar hafa notið mikilla vinsælda á Rás 2.