Tix.is

Um viðburðinn

Heima í gamla bænum verður haldið í annað sinn föstudaginn þann 2. September. Menningarfélag Keflavíkur stendur fyrir viðburðinum í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Fimm hljómsveitir spila í jafnmörgum húsum í gamla bænum í Keflavík. Hver hljómsveit leikur tvisvar, 40 mínútur í senn. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta gengið á milli og fengið brot af öllu.

Þessir frábæru listamenn hafa staðfest komu sína:
Berndsen og Hermigervill
Elíza Geirsdóttir Newman
Jón Jónsson
Markús & The Diversion Sessions
Ylja

Á síðasta ári var uppselt og því gott að tryggja sér miða í tæka tíð. Miðaverð er kr. 2.500.

Gestir fá armband til að rölta á milli húsa og kort af svæðinu í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar á opnunartíma. Hægt er að sækja armband og kort gegn kvittun af Tix frá og með 29. ágúst.

Nánari upplýsingar veitir fulltrúi húsráðenda Sara Dögg Gylfadóttir á netfangið sara.dogg@simnet.is eða í síma 699 2604.

Samstarfs- og styrktaraðilar heimatónleikanna eru; Reykjanesbær, Kosmos & Kaos, Ungó, Ölgerðin, Dacoda, Íslandsbanki, Soho veitingar, K. Steinarsson og Hótel Berg