Oration Records og Studio Emissary kynna Oration MMXVII
Svartmálmshátíðin Oration verður haldin í annað sinn þann 16.-18. febrúar 2017 á tónleikastaðnum Húrra í Reykjavík. Oration var fyrst haldið í febrúar 2016, en hátíðin bauð þá upp á fjölþjóðlegt úrval listamanna og uppskar hún mikið lof bæði utan- og innanlands.
Oration MMXVII mun bæta um betur og mun hátíðin standa í þrjú kvöld í svartasta skammdegi vetrarins. Hér gefst einstakt færi á að upplifa það besta sem er í gangi í svartmálmsheiminum í dag.
Staðfest hefur verið að pólska sveitin Mgla og hinir þýsku The Ruins of Beverast munu koma framm á Oration MMXVII ásamt fjölda innlendra hljómsveita sem hafa verið í fararbroddi íslensks svartamálms undanfarin ár. Fleiri sveitir, bæði innlendar sem erlendar, munu vera tilkynntar síðar.