Tix.is

Um viðburðinn

Ari Shaffir er uppistandari og leikari á hraðri uppleið. Hann ólst upp í rétttrúnaðargyðingdómi og eyddi tveimur árum í Yeshiva-námi í Ísrael, kom aftur til Bandaríkjanna, missti trúna og gerðist grínari. Velgengni hans í uppstandi og sjónvarpi er mikil og mun hann nú vera með tveggja tíma uppistand í Hörpu! Hann segir atriði sitt vera líkt og brúðusýningu, en mun klúrari og án brúðanna. Ari er „hæfileikaríkur uppistandari og óvæginn í list sinni“, hann er að verða „þungavigtarmaður í faginu sem allir ættu að þekkja“. (LA Weekly)

Síðari hluti uppistands Ara, Paid Regular, var frumsýndur á Comedy Central í fyrra. Fyrri helmingurinn, Passive Aggressive, var frumsýndur á Chill.com árið 2013 og sýndur á Comedy Central árið 2015. Uppistandsplata hans, Revenge for the Holocaust, kom út 2012 og fór á toppinn á iTunes og amazon.com á innan við viku.

Ari hefur ekki aðeins verið í sjónvarpi og uppistandi, hann hefur einnig verið þáttastjórnandi á í vinsælum podcast þætti sem kallast The Skeptic Tank, þar sem hann tekur vikuleg viðtöl við foreldra ýmissa einstaklinga, allt frá uppistöndurum til vændiskvenna. Segist hann gera það „til að fá dýpri skilning á mannkyninu og líka til að segja prumpubrandara“. Podcastið hefur verið meðal þeirra vinsælustu frá því að það hóf göngu sína og er halað niður 100.000 sinnum á viku að meðaltali. Uppistandskvöld Ara eru uppseld og þéttsetin hvert sem hann fer í Bandaríkjunum

Uppistandið með Ara á Íslandi fer fram miðvikudaginn 7. september í Hörpu, en Norðurljósasalnum verður breytt í flottan og þægilegan uppistandsklúbb af þessu tilefni. Aðeins um 300 ónúmeraðir miðar verða í boði og sitja allir við borð eins og gengur og gerist í góðum uppistandsklúbbum.

Ari Eldjárn hitar upp fyrir Ara Shaffir
Ari Eldjárn segist halda með uppistöndurum sem heita Ari. Hann mun skemmta fólki í Hörpu þann 7. september áður en nafni hans stígur á svið.