Tix.is

Um viðburðinn

Ísland tekur á móti Sviss í sínum fyrsta leik í undankeppninni fyrir EuroBasket eða EM 2017 í körfuknattleik. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 19:15. Miðaverð er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Strákarnir léku á lokamótinu í Berlín 2015 og eru staðráðnir í að tryggja sér sæti á ný meðal þeirra bestu. Andstæðingar okkar í riðlinum í ár eru Sviss, Kýpur og Belgía en heimaleikir okkar eru 31. ágúst, 14. og 17. september.

Við hvetjum allt körfuboltaaðdáendur til að mæta og styðja við bakið á strákunum og hvetja þá til sigurs.

Til að forðast biðraðir á leikdegi á leikstað hvetur KKÍ áhorfendur til að kaupa miða tímanlega og tryggja sér miða. Á síðasta heimaleik þurfti að vísa áhorfendum frá þegar það var uppselt.

Leikirnir
Ísland - Sviss, 31. ágúst kl 19:15
Ísland - Kýpur, 14. september kl 20:15
Ísland - Belgía, 17. september kl 16:00