Tix.is

Um viðburðinn

Þau Diddú og Bergþór hafa átt margvíslegt samstarf í áranna rás, haldið fjölda tónleika saman, farið með aðalhlutverk saman í mörgum óperum og síðast en ekki síst komið fram á óteljandi skemmtunum af fjölbreyttu tagi.

Það verður létt og fallegt yfirbragð á tónleikunum, enda eru þau löngu þekkt fyrir glaðlega útgeislun og vandaðan tónlistarflutning.

Kjartan mun prýða tónleikana af sinni alkunnu hógværð og leikni, enda er hann eftirsóttur píanóleikari af öllum helstu söngvurum landsins, en búast má við að hann kippi nikkunni með.

Góða skemmtun

Misritun varð í prentaðri dagskrá, tónleikarnir eru kl. 16