Tix.is

Um viðburðinn

Í Reykjavíkurborg – endurútgáfutónleikar

Árið 2006, fyrir réttum 10 árum, gaf Stórsveit Reykjavíkur út plötuna „Í Reykjavíkurbog“ en hún geymir 12 vinsæl Reykajvíkurlög í útsetningum Veigars Margeirssonar. Margir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar sungu á plötunni. Þar sem platan hefur verið uppseld undanfarin ár hefur stórsveitin nú ráðist í að endurútgefa upprunalegu plötuna. Á tónleikunum verða öll lögin af plötunni flutt og ekki er útilokað að ein eða tvær nýjar Reykjavíkurperlur bætist við. Söngvarar verða ekki þeir sem upprunalega voru með, heldur nokkrir þeirra fremstu af yngri kynslóð íslenskra söngvara. Stjórnandi verður Veigar Margeirsson, sá sem upprunalega útsetti allt efnið.